Kveikt á fyrsta kertinu í Glym
Í dag hittist allur leikskólinn í Glym til að kveikja á fyrsta aðventukertinu og sungum nokkur jólalög saman. Eftir það fengu allir lummur
Náttfata og bangsadagur
Í dag var náttfata og bangsadagur í leikskólanum. Börnin komu með bangsana sína og í náttfötum. Í morgun var svo bangsaball þar sem allir komu saman í Glym og dönsuðu. Myndir af ballinu eru komnar inn á heimasíðu
Skáld í heimsókn
Í dag fengum við skáldin Aðalstein og Þorgerði í heimsókn á leikskólann og voru þau með uppákomu í Glym um krumma. Sungin voru lög og sagðar sögur um krumma. Börnin voru mjög áhugasöm og sungu með.


Bleikur mánuður
Nóvember er bleikur mánuður í leikskólanum. Föstudaginn 11. október er bleikur dagur í leikskólanum, þá væri gaman að sjá alla í bleiku eða með eitthvað bleikt á sér.