
Gleðileg Jól
Við á Klettaborg óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Hertar sóttvarnaraðgerðir
Vegna breyttra aðstæðna í samfélaginu þá þurfum við að bregðast við með aðeins hertum aðgerðum við móttöku og skilun barnanna í leikskólann, foreldrar mega ekki lengur koma inn í hús.
Þannig verður skipulagið að tekið verður á móti öllum börnum við útidyrnar, ef þið sjáið ekki starfsmann þá biðjum við ykkur að hringja á viðkomandi deild og starfsmaður kemur um hæl.
Símar:
Fálkaklettur: 665 4884 - 411 3836
Arnarklettur: 665 4883 - 411 3835
Hrafnaklettur: 665 4882 - 411 3834
Kríuklettur: 665 4881 - 411 3833
Vinsamlega notið grímu og huga að tveggja metra millibili og yfirgefa lóðina strax til að varast hópamyndun.

Hrekkjavaka
Í tilefni af hrekkjavökunni var búningadagur hjá okkur í dag. Börn og starfsfólk mættu í búningum og skemmtu sér saman.

Bangsa- og náttfatadagur
Í dag var bangsa- og náttfatadagur hjá okkur. Allir hittust í Glym með bangsann Blæ og sungu og dönsuðu.
Bleikur dagur
Í dag var bleikur dagur í leikskólanum og hittust allir í Glym og sungu saman.