Foreldrafélagið hefur verið starfandi frá upphafi leikskólans. Reynt er að hafa fulltrúa frá hverri deild í stjórn foreldrafélagsins og einn starfsmann frá leikskólanum.
Stjórnin sinnir fjáröflun fyrir félagið og sér um greiðslur úr skemmtisjóði barnanna. Árgjald í skemmtisjóð er innheimt tvisvar á ári, að hausti og að vori. Gjaldið hefur verið óbreytt síðustu ár kr. 2000.-.
Aðrar fjáraflanir sem foreldrafélagið hefur verið með er t.d. kökubasar.
Meðal þess sem foreldrafélagið greiðir fyrir er:
- Jólaföndur
- Jólagjafir til barna og starfsmanna
- Jólakskemmtun með jólasveini
- Vorferð eða sveitaferð
- Menningarferð elstu barnanna
- Gjöf til leikskólans á stórafmælum
- Ein leiksýning innan leikskólans
- Danskennsla
Foreldrafélagið gefur út tvö fréttabréf á ári. Eitt að hausti og annað að vori.
Starf foreldrafélagsins byggist á velvilja og áhuga foreldra.
Vegna Covid-19 var ekki hægt að halda foreldrafund til að kjósa í nýja stjórn foreldrafélagsins svo stjórn ársins 2019-2020 heldur áfram árið 2020-2021 og eru:
Nafn foreldris |
Barn-deild |
Edda Sigrún Svavarsdóttir |
Ragnar Mikael - Arnarklettur |
Garðar Þór Stefánsson |
Aldís Embla - Hrafnaklettur |
Margrét Samúelsdóttir |
Margeir Hildir - Arnarklettur |
Anna Helga Benediktsdóttir |
Baltasar Loki - Arnarklettur |
Björg Ásta Þórðardóttir Ósk L. Breiðfjörð Eddudóttir |
Aría Líf - Hrafnaklettur |
|
|
|
|